15. júní 2023 Samorka leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum lögfræðingi Samorka óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf lögfræðings samtakanna. Um er að ræða spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða lögfræðitengd verkefni samtakanna á sviði orku- og veitumála, taka þátt í mótun starfsumhverfis orku- og veitugeirans, leiða mótun málefnastefnu Samorku og að eiga í miklum samskiptum við aðildarfélög, stjórnvöld og hagsmunaaðila samtakanna. Helstu verkefni: Yfirumsjón með lögfræðitengdum málefnum í starfsemi samtakanna Lögfræðileg ráðgjöf um innra starf samtakanna og eftir atvikum til aðildarfélaga Umsjón og eftirfylgni með samkeppnisréttaryfirlýsingu samtakanna Ritari stjórnar Ritun umsagna um orku- og veitutengd málefni til Alþingis og annarra stjórnsýslustofnana Ritun og umsjón með samningum samtakanna Vöktun á þróun Evrópulöggjafar um orku- og veitutengd málefni og fræðsla til aðildarfélaga Þátttaka í mótun málefnastefnu Samorku ásamt framkvæmd og eftirfylgni með henni Greinaskrif og framkoma á fundum og ráðstefnum Samstarf við hagsmunaaðila, ráðuneyti og opinberar stofnanir Umsjón með tilteknum fag- og málefnahópum sem starfa á vettvangi samtakanna Menntunar- og hæfniskröfur: Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði. Lögfræðileg starfsreynsla á sviði orku- og veitumála, stjórnsýsluréttar, EES réttar, samkeppnisréttar eða umhverfis- og loftslagsréttar er kostur Þekking og innsýn í lagaumhverfi og starfsemi orku- og veitugeirans er kostur Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð Færni og lipurð í mannlegum samskiptum Mjög góð hæfni í textagerð og reynsla af miðlun upplýsinga Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is), Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku (finnur@samorka.is). Auglýsingin á Alfreð Auglýsingin á heimasíðu Intellecta Um Samorku: Hjá Samorku starfar metnaðarfullur og samhentur hópur starfsmanna með brennandi áhuga á orku- og veitumálum. Aðildarfélög Samorku eru um 50 orku- og veitufyrirtæki um allt land og samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Stefna Samorku er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi og hagsmuni aðildarfyrirtækja og að samtökin njóti trausts almennings og stjórnvalda sem leiði til farsællar þróunar í orku- og veitumálum á Íslandi. Samorka er samstarfsvettvangur aðildarfyrirtækja og faglegur vettvangur þeirra í félags-, kynningar- og fræðslumálum. Það eru spennandi tímar framundan í orku- og veitumálum við að tryggja áfram heilnæmt drykkjarvatn, umhverfisvænar fráveitur, heitt vatn og rafmagn fyrir heimilin, atvinnulífið og orkuskiptin.