12. júlí 2016 Sæstrengur til Bretlands hagkvæmur Þjóðhagslegur ábati af sæstreng milli Íslands og Bretlands gæti verið um 400 milljarðar króna og haft jákvæð áhrif á árlega landsframleiðslu um 1,2-1,6%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kviku og alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Pöyry. Niðurstaðan er háð ýmsum forsendum, m.a. að Bretar veiti umtalsverðan fjárhagslegan stuðning til uppbyggingu sæstrengsins. Nánari upplýsingar má finna á vef Kviku og þar má einnig finna skýrsluna í heild sinni.