26. maí 2003 Sæstrengur milli Noregs og Englands Samstarfsamningur milli Statnett og National Grid Transco um verkefnið gerir ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun snemma árs 2008. Aðal ástæður verkefnisins eru hinar miklu úrkomusveiflur sem verið hafa undanfarin ár í Noregi og leitt hafa til óöryggis og verðsveiflna á orkumarkaðnum, segir stjórnarformaður Statnett Grete Faremo. Ekki er gert ráð fyrir að kapallinn leiði til lægra raforkuverðs í landinu, en hann mun minnka þær miklu verðsveiflur sem sett hafa mark sitt á raforkuverðin undanfarin ár. Kapallinn mun liggja frá Suldal í Rogalandi til Sunderland í Englandi og er gert ráð fyrir að yfir 400 manns þurfi til starfa við verkefnið. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin, en líkur eru á að tilskilin leyfi fáist. Reiknað er með 1200 MW flutningi eftir köplunum sem verða tveir og er vegalengdin 750 Km. (Frétt úr Energi-nett)