Sænska hitaveitusambandið áfram sem sér samband

Á auka aðalfundi sænska hitaveitusambandsins 7. maí sl. var tillaga um að leggja niður sambandið og stofna nýtt með rafveitusambandinu felld. Til að leysa upp sambandið þurfti 75% atkvæða, en tillagan fékk 63,4 atkvæða en 36,6% voru á móti. Fyrir nokkru fóru rafveitusambandið og samtök raforkuframleiðenda í eina sæng og stofnuðu Svensk energi. Á síðustu mánuðum hefur stjórn hitaveitusambandsins verið í viðræðum um að koma inn líka og fundað vítt og breitt um landið með sínum félögum um málið. Boðað var til auka aðalfundar um málið þar sem tillagan um að leggja niður sambandið og ganga í hin nýju samtök var lögð fram en hún var eins og áður sagði felld. MJG