Risastyrkir til loftslagsverkefna

Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Háskóla Íslands og erlendar vísindastofnanir hafa fengið tvo styrki samtals að fjárhæð 12,2 milljóna evra frá Evrópusambandinu til þróa áfram bindingu koltvíoxíðs sem grjót. Fjárhæðin sem samstarfsaðilarnir hljóta til verkefnanna svarar til liðlega eins og hálfs milljarðs króna.

Nýsköpunarverkefnin, sem hófust árið 2007, hafa þegar leitt til verulegs samdráttar í losun jarðhitalofts frá Hellisheiðarvirkjun og framundan er meðal annars að þróa bindingu koltvíoxíðs á sjávarbotni.

Dr. Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri segir styrkina, sem dreifast á fjölda samstarfsaðila, vera mikla viðurkenningu og auka vægi verkefnanna í baráttunni við loftslagsvandann.

Nánar má lesa um verkefnin Gas í grjót á heimasíðu OR.