Rannsóknir og tækniþróun

Á fundi stjórnar Samorku var ákveðið að stofna starfshóp um rannsóknir og tækniþróun á raforkusviði. Hópnum er ætlað koma af stað rannsóknar og tækniþróunarverkefnum sem snúa að íslenska raforkukerfinu. Hvort sem er doktorsverkefni, mastersverkefni eða önnur form á slíkum verkefnum. Litið er til NEFP (Nordisk energiforsknings program) varðandi fjármögnun verkefna. Búið er að skipa í hópinn sem Ásbjörn Blöndal Ólason veitustjóri á Selfossi og fulltrúi Samorku í NEFP leiðir: Í hópnum verða: Ásbjörn Blöndal Ólason Selfossveitur Steinar Friðgeirsson Rarik Þorgeir Einarsson OR Þórður Guðmundsson Landsvirkjun Árni Ragnarsson Orkustofnun Egill B. Hreinsson Háskóli Íslands Jón M. Halldórsson Rafhönnun Jón Bergmundsson Verkfræðistofan Afl Snæbjörn Jónsson Rafteikning Með hópnum starfar Guðmundur Valsson Samorku Tilgangur hópsins er: – Stuðla að auknum innlendum samskiptum og samvinnu fagfólks á raforkusviði og efla samstarf við norræna vísindamenn og sérfræðinga. – Setja fram hugmyndir að doktorsverkefnum og öðrum verkefnum á rafmagnssviði sem henta til úrvinnslu innan Norrænna orkurannsókna (NEFP) og/eða annarra rannsókna- og vísindastofnana. – Stuðla að opinni kynningu á rannsóknar- og vísindastarfi og þá sérstaklega innan NEFP.