Rafmagnsöryggissviðið flutt til Brunamálastofnunar.

Alþingi samþykkti í vikunni lög um flutning á Rafmagnsöryggissviði Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Þessi breyting hefur verið alllengi í farvatninu. Hugmyndin var að rafmagnsöryggissviðið flyttist í hina nýju stofnun, Byggingastofnun, en frumvarp um heildarlög um Byggingastofnun hafa verið lengi í undirbúningi en eru enn ósamþykkt. Það hefur orðið að niðurstöðu að Brunamálastofnun taki þennan þátt að sér, að minnstakosti þangað til umrædd lög hljóta brautargengi.

Hér má sjá hin nýju lög