Rætt um rammann

Breyta þarf því ferli hvernig við skilgreinum landsvæði til verndunar eða til orkunýtingar. Núverandi ferli hefur einfaldlega ekki náð þeim árangri sem lagt var upp með fyrir aldarfjórðungi síðan, hvorki til orkunýtingar eða til verndunar. Í þætti dagsins ræða Harpa Pétursdóttir forstöðukona nýrra orkukosta hjá Orkuveitunni og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun um rammaáætlun, hvað það er sem er ekki að virka í því ferli og hvernig líta þarf til aukinnar þekkingar, breyttra forsenda og breytts samfélags þegar stjórnvöld hefja nú ferli við að endurskoða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Katrín, Jóna, Lovísa og Harpa við upptöku þáttarins.

Þáttastjórnendur: Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Lovísa Árnadóttir.