Powel-kynning 13- og 14.maí um mælingar og meðhöndlun mæligagna

 

Það var MM-hópur Samorku sem boðaði til þessarar námstefnu í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg um mælingar og meðhöndlun mæligagna í markaðsvæddu orkusölukerfi Noregs og fékk til lið við sig fyrirtækið POWEL í Noregi. Norðmennirnir  gerðu grein fyrir framgangi markaðsvæðingarinnar í sínu landi, útskýrðu hugmyndafræðina og vörpuðu ljósi á  þau mörgu verkefni sem fylgja í kjölfar þeirra breytinga sem íslenskur orkumarkaður þarf að aðlaga sig að, nú eftir að ný raforkulög hafa tekið gildi. Þeir kynntu einnig þær tæknilegu lausnir sem fyrirtækið hefur þróað og ýmis orkufyrirtæki í Noregi og fleiri löndum nota.

Síðari dag námsstefnunnar  kynntu  þeir einnig NetBas-upplýsingakerfið sem þeir hafa framleitt, en Rarik er einmitt um þessar mundir að taka upp endurnýjaða útgáfu þess fjölhæfa verkfæris, eftir að hafa notað eldri útgáfu þess til fjölda ára.

Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri Samorku  setti ráðstefnuna, sem fór fram á enskri tungu. Ráðstefnustjóri var Steinar Friðgeirsson formaður MM-hóps Samorku. Fyrirlesarar voru 4 Norðmenn, auk Steingríms Jónssonar verkfræðings hjá Rarik sem sagði frá vinnu sinni við að taka í notkun nýja NetBas kerfið.

Þátttakendur á námsstefnunni  voru 53 og var  þátttakendum að kostnaðarlausu, en bæði húsnæði, matur og kaffi var  í boði Landsvirkjunar og eru aðstandendur námsstefnunnar þakklátir fyrir þann rausnarskap.

 

 

 

DAGSKRÁ

DAGSKRÁ Á ENSKU

MYNDIR   FRÁ  NÁMSSTEFNUNNI

Heimasíða POWEL