Pétursborg fær hreint drykkjarvatn

Pétursborg fær hreinna drykkjarvatn Rússneska fyrirtækið Vodokanal fékk í gær í þriðja sinn verðlaun fyrir að bjóða besta drykkjarvatnið í Rússlandi, en það hreinsar skolpvatn í Pétursborg og endurnýtir. Felix Karmazinov forstjóri sagði á fundi með norrænum blaðamönnum í dag, að góðan árangur fyrirtækisins mætti að hluta til rekja til norrænna samstarfsverkefna. Árið 1978 var öllu skolpi veitt óhreinsuðu frá Rússlandi í Eystrasalt. Nú er 75% alls skolps hreinsað. Vodokanal ráðgerir að auka enn afköstin með nýrri hreinsistöð í suðvesturhluta Pétursborgar – og enn á ný með norrænni aðstoð. Nýja hreinsistöðin á að vera tilbúin árið 2004 – árið eftir að Pétursborg fagnar þriggja alda afmæli sínu. Karmazinov vonast til að allt skolp frá borginni verði hreinsað og endurnýtt á árinu 1015. Vefsetur Norrænu upplýsingaskrifstofunnaí Rússlandi www.norden.ru