Orkuveita Reykjavíkur tilnefnd til umhverfisverðlauna

Orkuveita Reykjavíkur er á meðal þeirra sem tilnefnd eru til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sett hefur gott fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur.