Orkusalan gefur fyrsta Græna ljósið

Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, afhendir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, Græna ljósið.
Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, afhendir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, Græna ljósið.

WOW air hlaut á dögunum viðurkenninguna Grænt ljós frá Orkusölunni fyrst allra fyrirtækja. Með viðurkenningunni er staðfest að öll raforkusala til WOW air er að fullu vottuð endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.

„Græn vottun getur skipt máli í viðskiptaumhverfinu og því felur ljósið í sér tækifæri fyrir viðskiptavini okkar til að aðgreina sig á markaðnum,“ segir Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar. „Með því að gefa Grænt ljós viljum við koma til móts við umhverfið. Það gerum við með því að hjálpa okkar viðskiptavinum við að auka samkeppnishæfni sína — um leið og þau styðja við vinnslu endurnýjanlegrar orku. Það er auðvitað eitthvað sem er okkur öllum í hag“.

Nánari upplýsingar um Grænt ljós má sjá á heimasíðu Orkusölunnar.

Kerfi upprunaábyrgða (stundum kallað græn skírteini) gerir kaupendum raforku í Evrópu kleift að styðja við vinnslu á endurnýjanlegri orku, óháð notkuninni. Ísland er hluti af innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn og þar með hluti af þessu kerfi, sem ætlað er að sporna gegn auknum gróðurhúsaáhrifum í krafti aukins hvata til orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Nánari upplýsingar um upprunaábyrgðir raforku.