Orkusalan framúrskarandi fyrirtæki

Aðstandendur Orkusölunnar Hafliði Ingason sölustjóri, Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri og Heiða Halldórsdóttir markaðsstjóri taka við viðurkenningu Creditinfo fyrir framúrskarandi fyrirtæki

Orkusalan er framúrskarandi fyrirtæki árið 2019. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. 2% íslenskra fyrirtækja ná markmiðum Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki árið 2019 og því um ánægjulega viðurkenningu að ræða.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Listinn var nú unninn í tíunda sinn og kynntur í Hörpu þann 23. október.