Orkubú Vestfjarða hf stofnað 1. júní 2001

Á Ísafirði var haldinn stofnfundur Orkubús Vestfjarða hf hinn 1.6.01 en það er annað hlutafélagið í orkuveiturekstri á Íslandi. Það var hátíðleg stund þegar lýst var yfir stofnuninni. Í ræðu stjórnarformanns Orkubús Vestfjarða lét hann í ljósi væntingar til að hlutafélagið yrði grunnurinn að landshlutaveitu Norðvestlendinga. Að hlutafélagið verði sóknarfæri Vesfirðinga í orkumálum í komandi breytingum í raforkugeiranum. Það er þó ljóst að verulegur hluti skýringarinnar á stofnun hlutafélagsins er kauptilboð ríkisins í hlut ákveðinna sveitarfélaga. Að neðan er mynd frá undirritun stofnssamnings Orkubús Vestfjarða hf