23. mars 2015 Orkan ódýrust hérlendis Húshitun er mun ódýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Raforka til heimila sömuleiðis. Kalda vatnið er á svipuðu verði og í Stokkhólmi en mun ódýrara en í hinum norrænu höfuðborgunum og fráveituþjónustan er næst ódýrust í Reykjavík, á eftir Stokkhólmi. Þetta kemur fram í gögnum sem Orkuveita Reykjavíkur hefur tekið saman. Heilt yfir er orku- og veitukostnaður viðmiðunarheimilis lang lægstur í Reykjavík, eða innan við 20 þúsund krónur á mánuði, á meðan kostnaðurinn í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er á bilinu 45 til 62 þúsund krónur á mánuði. Sjá nánar hér á vef Orkuveitu Reykjavíkur.