#orkakvenna

Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur taka þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þau hafa ákveðið að blása til ljósmyndasamkeppni á Instagram fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 20 ára undir myllumerkinu #orkakvenna. Tilgangurinn er að vekja áhuga ungs fólks, sérstaklega kvenna, á iðnmenntun og iðnnámi og útrýma hugmyndum um staðalímyndir þegar kemur að vinnumarkaðnum en einnig til að vekja athygli á jafnréttisstefnu fyrirtækjanna.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni: www.orkakvenna.is, sem hefur verið opnuð til að halda utan um jafnréttisstarfið, en þar birtast einnig Instagram myndirnar.