Orka náttúrunnar setur upp tíu hraðhleðslustöðvar

Þriðjudaginn 11. mars mun Orka náttúrunnar taka í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi, við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1. Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum víðsvegar um sunnan- og vestanvert landið og er átakið unnið í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu. Jafnframt heldur ON málþing í tengslum við opnunina sem hægt er að skrá sig á hér á vef fyrirtækisins.