OR sigurvegari á námstefnu

Námstefna rafiðnaðarmanna veitufyrirtækja var haldin á Hótel Örk í Hveragerði 29.-30. mars sl. Á námstefnunni voru kynnt vinnubrögð veitna, götulýsing, breytingar í skipulagi raforkugeirans ásamt efniskynningum. Á síðustu þremur námstefnum hefur verið keppt í fagvinnu rafiðnaðarmanna, loftlínuklifur 1999, tenging götuskáps 2000 og nú samtenging 240 mm2, 1 kV jarðstrengs. Keppt var í tveggja manna liðum þar sem velja mátti um hvaða verkfæri og efni menn notuðu. Það voru Johan Rönning og Reykjafell sem lögðu til tengiefni og verðlaun auk Ískrafts sem lagði til 3. verðlaun. Keppt var bæði í tíma og fagmennsku þar sem allir námstefnugestir dæmdu fagmennsku auk dómara Péturs Jónssonar verkstjóra í tengingum hjá OR sem er einn reyndasti tengingamaður landsins. Alls tóku 16 manns þátt í keppninni og úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti Gestur Bjarnason og Magnús Gunnlaugsson OR með tímann 15:48 2. sæti Sævar Sigursteinsson Selfossveitur og Þorsteinn Þorsteinsson Bæjarveitur Vestmannaeyja á tímanum 19:22 3. sæti Heiðar Sverrisson Rafveitu Hafnarfjarðar og Birgir Guðnason Akranesveitu á tímanum 18:51 4. sæti Ómar Baldursson og Þorvaldur Þorvaldsson Selfossveitum á tímanum 17:52 5. sæti Kristján Einarsson og Gestur Kristinsson Orkubúi Vestfjarða með tímann 21:06 6. sæti Páll Valdimarsson og Bjarni Snorrason á tímanum 20:59 7. sæti Eiríkur Kristvinsson og Ragnar Bárðarson Norðuráli á tímanum 22:38 8. sæti Guðni Elíasson Rönning og Eiríkur Kristvinsson Norðuráli Ljóst var að smekkur manna á faglegum vinnubrögðum var mjög áþekkur en Ómar Baldursson og Þorvaldur Þorvaldsson frá Selfossveitum höfðu aðra nálgun á frágangi tengingarinnar og fengu í staðinn ekki verðlaunasæti þrátt fyrir góðan tíma. Helsti munurinn var að þeir halda loftbili milli fasanna þegar ytra krumpuslangan er herpt og telja með því sé tengingin sveigjanlegri og betur einangruð vegna loftbilsins. Á námstefnunni voru flutt áhugaverð erindi. Kristinn Jóhannsson frá Rönning fjallaði um nýjungar í götulýsingu m.a. um nýjan ljósgjafa s.k. Ceramic Metal Halide sem gefur kaldara ljós en natríum ljósgjafarnir en með miklu betri litarendurgjöf. Ottó Guðjónsson Reykjafelli fjallaði um umhverfisvænt tengiefni og Jóhann Bjarnason innkaupastjóri Rarik fjallaði um stöðlunarvinnu sem hefur verið í gangi hjá Rarik. Rönning, Reykjafell og Ískraft voru með kynningar á tengiefni. Undirritaður ræddi um fyrirhugaðar breytingar á lagaumhverfi raforkufyrirtækja. Ásbjörn Blöndal Ólason námstefnustjóri og veitustjóri Selfossveitna kynnti helstu grunnþætti og nýjungar við nýtingu vindorku. Garðar Lárusson tæknifræðingur á kynnti Línu.net og ræddi um hönnun rafveitukerfa. Starfsmenn Löggildingarstofu fóru yfir Slys og tjón árið 2000, helstu athugasemdir í skoðunum í kerfum raforkufyrirtækja, eftirlitskerfi með neysluveitum og nýjar áherslur í eftirliti neysluveitna í rekstri. Guðmundur Valsson