1. febrúar 2021 Opnað á umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda Ný fráveita Norðurorku á Akureyri Samorka vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda. Styrkfjárhæð nemur að jafnaði 20% af staðfestum heildarkostnaði styrkhæfrar fráveituframkvæmdar. Styrkfjárhæð skal þó aldrei verða hærri en 30% af heildarkostnaði og að jafnaði aldrei lægri en 15%. Umsóknum skal fylgja verk- og tímaáætlun fyrir þá áfanga framkvæmdar sem sótt er um styrk fyrir og uppfærðar upplýsingar um framkvæmdina og kostnað frá samþykktri áætlun eftir því sem við á, auk afrita af greiddum reikningum eftir atvikum. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir styrki í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins.