ON hlaut umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Orka náttúrunnar hlaut umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir umhverfisframtak ársins, á umhverfisdegi atvinnulífsins sem SA, Samorka og önnur aðildarfélög SA stóðu að.

Verðlaunin hlaut fyrirtækið fyrir uppbyggingu á neti hraðhleðslustöðva og áform um frekari uppbyggingu þeirra, en í rökstuðningi dómnefndar segir að rafvæðing samgangna sé ein besta leiðin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Sjá nánar hér á vef ON.