12. desember 2024 Nýsköpunarverðlaun Samorku: Bein útsending Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku fimmtudaginn 12. desember kl. 15. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaunin. Á fundinum að þessu sinni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem liggja úti í hinum stóra heimi fyrir sérþekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði orku- og veitumála. Dagskrá: Tækifæri í orkugeira í umbreytingu – Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá LandsvirkjunJarðhitinn og íslenskt hugvit – Kristín Vala Matthíasdóttir, CTO hjá Baseload CapitalMikilvægi samstarfs í nýsköpun – Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans Nýsköpunarverðlaun afhent – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.