Nýr stöðvarstjóri í Blönduvirkjun

Rán Jónsdóttir, rafmagnsverkfræðingur, hefur verið ráðin stöðvarstjóri í Blöndustöð. Hún tekur við af Guðmundi Hagalín sem farinn er til starfa í Búrfelli. Rán hefur starfað um 6 ára skeið hjá Landsvirkjun, fyrst í kerfisáætlunardeild en hún er nú í markaðsdeild orkusviðs. Með ráðningu Ránar er brotið blað hjá Landsvirkjun því kona hefur ekki áður unnið við tæknistörf í aflstöðvum Landvirkjunar. Til hamingju Rán.