23. júní 2008 Nýr forseti Eurelectric: Lars G. Josefsson Lars G. Josefsson, forstjóri sænska orkufyrirtækisins Vattenfall, var á dögunum kjörinn forseti Eurelectric, Evrópusamtaka rafiðnaðarins, til þriggja ára. Hann tekur við af Spánverjanum Rafael Miranda, forstjóra spænska orkufyrirtækisins Endesa. Josefsson gegndi áður embætti varaforseta Eurelectric en við því embætti hefur nú tekið Fulvio Conti, forstjóri ítalska orkufyrirtækisins ENEL. Lars G Josefsson er eðlisfræðingur að mennt og hefur verið forstjóri Vattenfall frá því árið 2000. Áður gegndi hann m.a. ýmsum stjórnunarstöðum hjá Ericsson samsteypunni. Árið 2007 hafði Josefsson frumkvæði að stofnun 3C – Combat Climate Change, sem er samstarfsvettvangur yfir 50 stórra alþjóðlegra fyrirtækja sem styðja við þróun markaðslausna til að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda.