Nýr formaður Samorku

Guðmundur Þóroddsson nýr formaður Samorku Aðalfundur Samorku var haldinn sl. föstudag 16.mars. Samkvæmt lögum félagsins er gert ráð fyrir að formenn sitji ekki lengur en fjögur ár og gaf Júlíus Jónsson ekki kost á sér til áframhaldandi setu í formannssæti í samræmi við þetta ákvæði. Formaður var kosinn Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Annar nýr maður í stjórn er Friðrik Sophusson, Landsvirkjun og í varastjórn kemur nýr inn Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Júlíus var kosinn í stjórn. Úr stjórn gengu Hólmsteinn Sigurðsson, Orkuveitu Reykjavíkur og Jóhann Már Maríuson, Landsvirkjun. Og úr varastjórn gekk Jóhann Bergmann, Vatnsveitu Reykjanesbæjar. Stjórn Samorku skipa nú eftirtaldir menn: Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur, formaður Franz Árnason, Norðurorku Friðrik Sophusson, Landsvirkjun Ingvar Baldursson, Hitaveitu Rangæinga Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja Kristján Jónsson, Rafmagnsveitum ríkisins Kristján Haraldsson, Orkubúi Vestfjarða Í varastjórn eiga sæti: Friðrik Friðriksson, Bæjarveitum Vestmannaeyja Sigurður Ágústsson, Rafveitu Sauðárkróks Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar