Nýjar litamerkingar lágspennustrengja

Nú hefur tekið gildi nýr staðall SAM HD 308 S2 um litamerkingu lágspennustrengja. Nýir strengir sem fluttir eru til landsins eru flestir með þessari merkingu. Þarna er um svo veigamiklar breytingar að ræða að Samorka taldi rétt að gefa út leiðbeiningar til starfsmanna veitna og rafverktaka almennt. Sérstaklega þarf mikla aðgæslu við tengivinnu þar sem nýr strengur er tengdur við eldri streng. Samorka beinir því til starfsmanna rafveitna að heimtaugaendar verði með sérstöku merkispjaldi sem tilgreini fasaröðina. Smellið hér til að fá PDF skjalið Litamerkingar strengja.