Nýgengi krabbameina ekki hærra hér en í grannlöndum

Að gefnu tilefni vill Samorka minna á gagnrýni á rannsóknir Aðalbjargar Kristbjörnsdóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum, Thors Aspelund og Vilhjálms Rafnssonar, prófessora við Læknadeild HÍ, um tengsl á milli tíðni krabbameina og lengdar búsetu í sveitarfélögum sem nota jarðhitavatn á Íslandi og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum á síðustu árum.

Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR og Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum við HÍ, sem eru meðal færustu fræðimanna þjóðarainnar á sviði jarðeðlisfræði og krabbameinslækninga, hafa ítrekað bent á ágalla við umræddar rannsóknir í gegnum tíðina. Meðal annars er aðferðafræðin gagnrýnd, bent á ósamræmi í vali á háhitasvæðum og að finna megi aðrar þekktar skýringar á aukinni tíðni tiltekinna krabbameina.

Ef notkun á hitaveituvatni yki áhættuna á að fá krabbamein, mætti búast við að nýgengi krabbameina væri hærra á Íslandi en í grannlöndunum, þar sem um 90% landsmanna hafa hitaveitu. Svo er ekki. Krabbameinsáhættan er áþekk á Íslandi og honum Norðurlöndunum, bæði fyrir öll krabbamein og þau einstöku krabbamein sem tiltekin eru í rannsóknum Aðalbjargar, Thors og Vilhjálms.