6. nóvember 2018 Ný kynslóð jarðhita á GGW2018 Ráðstefna á vegum GEORG, rannsóknarklasa í jarðhita, verður haldin dagana 14. – 15. nóvember á Grand hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er „New Geothermal Generation“ og á henni verður leitast við að leiða saman aðila í grunnvísindum og iðnaði á sviði jarðhita. Á þessum tveimur dögum verður ítarlega fjallað um jarðhitatengd verkefni, rannsóknum á jarðhita, nýjustu framförum í tækni og margt fleira. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. Einnig er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.