Nordisk benchmarking 2000

Bæjarveitur Vestmannaeyja tóku þátt í Nordisk benchmarking, 2000 og var eina íslenska fyrirtækið sem var með. Alls tóku 37 veitur þátt í verkefinu, níu frá Svíþjóð og Noregi, átta frá Finnlandi, sjö frá Danmörku og þrjár frá Hollandi en þeir voru með í fyrsta sinn. Aðferðafræðin sem notuð var við samanburðinn byggir á svokölluðum Effometer. Hann hefur verið þróaður af norsku veitunum og notaður við samanburð á hagkvæmni þeirra síðan 1994. Þetta er í annað sinn sem norrræn samanburður fer fram en síðast voru veiturnar bornar saman 1998. Það má segja að aðferðafræðin sé í stöðugri þróunn og voru gerðar nokkrar lagfæringar frá síðustu keppni. Í stuttu máli má segja að aðferðin byggi á því að fundnir séu tveir þættir aðfangaþáttur og magnþáttur. Þættirnir eru skilgreindir með stærðum sem lýsa hvert umfang verkefnisins er sem verið er að leysa s.s. stærð orkuveitusvæðis, fjölda viðskiptavina, orkumagn, afl, lengd strengja, fjölda spennistöðva og stærð spenna ofl. Einnig eru lagðar inn þær fjárfestingar sem liggja í þessum einingum ásamt fjölda starfsmanna og kostnaði. Til að finna út hvaða veita er hagkvæmust er magnþáttur og aðfangaþáttur margfaldaðir saman. Starfsemi veitufyrirtækjanna er skipt um eins og mynd 1 sýnir, auk notendaþjónustu og stjórnunar og fundið út hversu hagkvæmar veiturnar voru á hverju sviði. Sú veita sem best kom út samanlagt var síðan hagkvæmust. Í stuttu máli má segja að Bæjarveitur Vestmannaeyja hafi komið þokkalega út úr þessum samanburði, enduðu í 20 sæti af 37 veitum. Magnþáttur Bæjarveitna reyndist nokkuð hár en aðfangaþáttur lágur. Það sem er merkilegt við þessa niðurstöðu er að þegar Bæjarveitur voru bornar voru saman við aðrar íslenskar veitur með sömu aðferð, 1997 og 1998, komu þær út með frekar lágan magnþátt. Magnþáttur segir til um þær fjárfestingar sem menn hafa lagt í til að leysa sitt verkefni. Það virðist því vera ljóst að við erum með of dýr kerfi til að leysa okkar verkefni. Annars kom rekstrarkostnaður okkar mjög vel út og ljóst að við erum ekki að kosta of miklu til við hann. Gefnar voru upp niðurstöður þar sem borin var saman hagkvæmni einstakra eininga innan rekstursinns. Komu Bæjarveitur mjög vel út með alla þætti sem snúa að rekstri sinna kerfa, s.s. háspennustrengir, spennistöðar, lágspennukefi og ljóst að kerfi okkar eru nokkuð góð en aftur á móti komu Bæjarveitur illa út í notenda þjónustu og stjórnum. Það virðist sem kostnaður okkar við útgáfu reikninga, þjónustu við okkar viðskiptavini og eftirlit sé dýrt. Það sem vegur örugglega þungt í þessum samanburði er að Bæjarveitur hafa byggt upp nýjar höfuðstöðvar og eru þar með mikla fjárfestingu fyrir fáa viðskiptavini og fáar kWh. Þegar sigurvegarinn er skoðaður en hann kom frá norður Svíþjóð, kemur í ljós að hann er að reka gamalt dreifikerfi sem búið er að afskrifa. Hann er með nokkuð mikla notkun á hvern viðskiptavin, afhendingar öryggi undir meðallagi og hann kostar nokkuð miklu í rekstur kerfisins. Nokkuð merkilegt sérstaklega í ljósi þess hvernig við höfum byggt okkar kerfi upp!