Námskeið Set ehf., HEF & Samorku á Egilsstöðum

Set ehf. í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Samorku, hélt dagana 11.-12. maí síðastliðna námskeið á Egilsstöðum. Fyrri daginn var farið yfir samsetningu og frágang á einangrun hitaveituröra, og á seinni deginum var farið yfir samsuðu á PE plaströrum, þ.e. spegilsuðu, rafsuðu og þráðsuðu. Námskeiðið tókst vel upp og var mikil ánægja með það, bæði hjá skipuleggjendum og þátttakendum. Vakin er athygli á því að samskonar námskeið verða haldin í haust, bæði á Akureyri og á suðvesturhorninu. Myndir af námskeiðinu má sjá hér á heimasíðu HEF