Mikill vöxtur í endurnýjanlegri orkuframleiðslu

Raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Ef einungis er horft til evrópskra aðildarríkja OECD nam aukningin árið 2013 6% og nemur endurnýjanleg orka nú 30% allrar raforkuframleiðslu landanna. IEA spáir því að árið 2020 muni endurnýjanleg orka nema 26% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Lesa má um skýrsluna hér á vef IEA, en þess má geta að á Íslandi eru 99,9% allrar raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.