Metaðsókn á Samorkuþing

Á mánudag hefst Samorkuþing, stærsta ráðstefna í orku- og veitugeiranum á Íslandi. Þingið er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri og fer nú loksins fram eftir að hafa verið frestað í tvígang vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Á þinginu verður boðið upp á hátt í 130 fyrirlestra um fjölbreytt viðfangsefni orku- og veitufyrirtækja, auk þess sem boðið er upp á vöru- og þjónustusýningu frá traustum samstarfsaðilum fyrirtækjanna.

Gera má ráð fyrir að marga hafi verið farið að lengja eftir því að komast á góða ráðstefnu um orku- og veitumál, því aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum. 500 gestir taka þátt í þinginu á einhvern hátt.

Enn er hægt að skrá sig á þingið sjálft, en því miður er ekki hægt að tryggja sæti í hátíðarkvöldverði nú þegar skráningarfrestur er liðinn. Við bjóðum hins vegar að skrá áhugasama á biðlista.

Heimasíða þingins er https://samorkuthing.is/