Menntadagur atvinnulífsins 19. febrúar

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Þar munu fulltrúar fyrirtækja ræða stöðu mála og hvað megi gera betur, fræðslusjóðir kynna sína starfsemi, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenda menntaverðlaun atvinnulífsins, danskur gestur ræða starfsmenntamál þar í landi o.fl. Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.