Málþing VAFRÍ um fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum

Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍ) býður til opins málþings um fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum og er áherslan á fráveitumál við Þingvallavatn. Málþingið er haldið í samstarfi við Samorku, Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.

 

Tilgangur málþingsins er að fara yfir stöðu mála og fá fram upplýsingar um hvaða lausnir eru í boði og hafa verið notaðar við svipaðar aðstæður og við Þingvallavatn. Einn reyndasti sérfræðingur Norðmanna á sviði óhefðbundna skólplausna, prófessor Petter D. Jenssen, mun kynna mögulegar lausnir fyrir dreifbýli og viðkvæm svæði, og deila reynslu sinni og nágrannalanda af slíkum lausnum. Einnig verða kynningar um bakgrunnsrannsóknir á Þingvallavatni og nýjar rannsóknir nemenda Háskóla Íslands á óhefðbundnum skólplausnum.

 

Málþingið verður haldið í sal Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 8. maí 2015 fyrir hádegi. Nánari dagskrá má finna á heimasíðu VAFRÍ