Lokun Barsebeck 2

Skorsteinar Stenungslund olíuorkuversins sótaðir að nýju?

Ein af tillögum stjórnvalda í Svíþjóð svo að unnt sé að standa við gefin loforð um lokun Barsebeck 2 er að tæplega hálfrar aldar gamalt olíuorkuver í Stenungslund verði ræst að nýju.
Orkuverið sem er 820 MW er sprengt inn í klettana svo ekkert er sýnilegt umhverfinu annað en skorsteinarnir. Erfiðlega hefur gengið að fullnægja þeim forsendum sem settar voru fyrir lokuninni m.a. hefur ekki tekist að tryggja viðunandi varaafl. Á það hefur verið bent af Svensk energi að verði Barsebek 2 lokað við núverandi aðstæður muni það hafa þær afleiðingar að raforkuverð hækkar, sé varaaflið ekki tryggt eða þá víðtæk umhverfisáhrif sem eru samfara framleiðslu með jarðefnaeldsneyti.