Loftslagsvegvísir orku og veitna
Orku- og veitugeirinn hefur sett fram metnaðarfullar aðgerðir sem styðja við markmið stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum. Aðgerðirnar eru meðal þeirra 332 sem afhentar voru Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á Grænþingi í Hörpu í gær.

Orku- og veitugeirinn gegnir lykilhlutverki þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmarkmiðum Íslands. Áframhaldandi aðgengi heimila og atvinnulífs að endurnýjanlegri orku og traustum innviðum er forsenda þriðju orkuskiptanna.
Í Loftslagsvegvísi orku og veitna eru lagðar fram fimm úrbótatillögur:
- Laga- og regluverk þarf að styðja við orkuskiptin
- Auka þarf samráð í málefnum tengdum geiranum
- Tryggja þarf fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi orku- og veitugeirans
- Hvata þarf fyrir almenning til að auka orkunýtni
- Auka þarf aðgengi að gögnum hjá opinberum stofnunum
Hægt er að lesa nánar um úrbótatillögur og aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun GHL í ítarefni á heimasíðu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins.