Loftslagsvegvísir atvinnulífsins kynntur í dag

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur á rafrænum fundi í dag, miðvikudag, kl.15:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook og á Vimeo kl 15. Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefur yfirsýn yfir núverandi stöðu, auðveldar atvinnugreinunum að setja sínar loftslagsaðgerðir í stærra samhengi og hvetur atvinnulífið til frekari aðgerða.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar fundinn. Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, kynnir vegvísinn ásamt Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs.

Fjölmargir aðilar standa að útgáfunni: Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bændasamtök Íslands auk Grænvangs.