Lið RARIK Fagmeistari Samorku 2023

Lið RARIK varð hlutskarpast í veitukeppninni 2023 sem haldin var á Selfossi í tengslum við Fagþing hita-, vatns- og fráveitna.

Lið RARIK fagnar sigri.

Alls kepptu sex lið frá jafnmörgum veitum í stórskemmtilegum þrautum þar sem reyndi bæði á fagleg og skjót vinnubrögð.  Greinarnar voru gott bland af faglegum keppnisgreinum og greinum þar sem bolta- og stígvélaleikni voru í aðalhlutverki.

Keppnin var hluti af framkvæmda- og tæknideginum sem er fyrsti dagur Fagþings Samorku og tileinkaður fag- og framlínufólki í orku- og veitugeiranum.

Fleiri myndir frá deginum má sjá á Facebooksíðu Samorku.