Leitað að jarðhita í Svíþjóð

Nú er dælt upp 20 gráðu heitt vatn af 700 metra dýpi en áform eru um að bora á yfir 3 km og fá 125 gráðu heitt vatn. Það er hitaveitan í Lundi sem stendur fyrir rannsóknarborunninni, sem mun kosta um 35 milljónir sænskra króna. Hugmyndin er, ef vel tekst til, að leiða vatnið í gegnum varmaskipta og nýta fyrst niður að 50 gráðum og síðan í varmadælu í 10 gráður. Síðan verður vatnið leitt aftur niður í bergið. Frá þessu segir í nýjasta fréttablaði sænsku hitaveitusamtakanna Fjärrvärmetidningen.