3. september 2014 Lagning Hverahlíðarlagnar að hefjast Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefjast handa við lagningu gufulagnar sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun. Líkt og greint var frá í júní í fyrra þarf að efla gufuöflun til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Afráðið var að nýta borholur sem þegar höfðu verið boraðar við Hverahlíð. Sjá nánar á vef Orkuveitu Reykjavíkur.