16. janúar 2025 Kallað eftir erindum á NORDIWA 2025 Norræna fráveituráðstefnan verður haldin í Osló dagana 23. – 25. september. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum. Nú er óskað eftir tillögum að erindum á ráðstefnuna og við hvetjum sérfræðinga og ráðgjafa hér á landi til að senda inn. Ráðstefnan er samstarfsverkefni fráveitusamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Samorku, og er haldin í 19. sinn í haust. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORDIWA.