Jarðlagnatæknar útskrifast

Föstudaginn 16.mars útskrifuðust 12 jarðlagnatæknar. Þetta er í þriðja sinn sem þetta námskeið er haldið og áður hafa þrjátíu og fjórir lokið þessu námi. Það er hugsað fyrir þá sem vinna við lagnir hjá hitaveitum, vatnsveitum, rafveitum, fráveitum og síma. Námið er 300 kennslustundir og er kennt í þremur lotum. Það er MFA Menningar og fræðslusamtök alþýðu sem hafa umsjón með náminu.