16. júlí 2024 Jarðhræringar III: Upplýsingamiðlun þegar mikið liggur við Podcast: Play in new window | Download (Duration: 46:57 — 42.7MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Þegar fyrirtæki glíma við krísur er mikilvægt að réttar og ábyrgar upplýsingar komist hratt og vel til hagaðila, fjölmiðla og almennings. Það getur verið krefjandi í mikilli óvissu og undir miklu álagi eins og í jarðhræringunum á Reykjanesi og hvað þá þegar allir eru orðnir sín eigin fréttastofa með snjallsíma í vasanum. Upplýsingafulltrúarnir Birna Lárusdóttir hjá HS Orku, Sigrún Inga Ævarsdóttir hjá HS Veitum og Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti, fara yfir mikilvægi góðra samskipta í þættinum og reynslu sína af að miðla upplýsingum til réttra aðila þegar mikið liggur við. Myndböndin sem vísað er til í þættinum má sjá á Vimeo síðu Samorku.