9. júní 2010 Jarðhitafélagið auglýsir styrk til doktorsnema Stjórn Jarðhitafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk til íslensks doktorsnema í fagi tengdu jarðhita, til að sækja alþjóðlega jarðhitaráðstefnu. Styrkurinn getur numið allt að kr. 350.000 og umsóknarfrestur árið 2010 er til 16. ágúst. Sjá nánar hér á vefsíðu félagsins.