Iðnaðarráðherra: Rétt að fjölga hér orkukaupendum

Oddný G. Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, ávarpaði opna dagskrá aðalfundar Samorku. Í ávarpi sínu fjallaði Oddný m.a. um orkuskipti í samgöngum, mótun heildstæðrar orkustefnu og vinnu við gerð rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu náttúrusvæða. Oddný sagði áliðnaðinn hafa myndað hér grunn að öflugu orkusamfélagi sem byggja mætti á, en sagðist telja okkur farnast best ef okkur tækist að fjölga hér orkukaupendum og ef að flóra þeirra yrði sem fjölbreyttust.

Oddný G. Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, ávarpaði opna dagskrá aðalfundar Samorku. Í ávarpi sínu fjallaði Oddný m.a. um orkuskipti í samgöngum, mótun heildstæðrar orkustefnu og vinnu við gerð rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu náttúrusvæða. Oddný sagði áliðnaðinn hafa myndað hér grunn að öflugu orkusamfélagi sem byggja mætti á, en sagðist telja okkur farnast best ef okkur tækist að fjölga hér orkukaupendum og ef að flóra þeirra yrði sem fjölbreyttust. Hún sagði stjórnvöld og Samorku eiga sameiginlega hagsmuni í þróun hvata til orkuskipta í samgöngum og í að byggja þar upp innviði. Loks þakkaði ráðherra Samorku fyrir gott samstarf á liðnum árum, fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins, og vonaðist eftir gefandi samstarfi á komandi árum.

Ávarp Oddnýjar má nálgast hér á vef iðnaðarráðuneytisins.