Hverjar eru helstu áskoranir Íslands í orkumálum?

Einari Kiesel framkvæmdastjóri Evrópudeildar WEC

Niðurstöður skýrslu Alþjóða orkuráðsins, World Energy Issue Monitor, voru kynntar á sameiginlegum fundi Orkustofnunar og Samorku. Skýrslan á að gefa vísbendingar um hvaða málefni séu stjórnendum orku- og veitufyrirtækja í heiminum efst í huga og skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu á sviði orkumála og tengdum greinum. Ísland var með í skýrslunni í annað sinn.

Í skýrslunni er fjallað um fjölmarga þætti s.s. efnahagsmál, tækni, endurnýjanlega orku, hrávöruverð, gjaldmiðla, loftlagsmál, orkuflutninga, orkunýtni o.fl.

Einari Kiesel, framkvæmdastjóri Evrópudeildar World Energy Council, kynnti niðurstöður skýrslunnar, auk þess sem Baldur Pétursson, verkefnisstjóri fjölþjóðlegra verkefna hjá Orkustofnun og Sigurlilja Albertsdóttir, hagfræðingur Samorku, rýndu frekar í niðurstöður hjá íslenskum forstjórum og framkvæmdastjórum orku- og veitufyrirtækja. Þar kom fram að helstu áskoranir þeirra væru gengi íslensku krónunnar, netöryggi og möguleikar á öfgafullu veðurfari.

Sigurlilja Albertsdóttir, hagfræðingur Samorku

 

Upptöku af fundinum má nálgast á vef Orkustofnunar.

Þá fjallaði Spegillinn á RÚV um niðurstöður skýrslunnar.