Húshitun með jarðhita: 67 milljarða króna sparnaður árið 2009

Þjóðhagslegur sparnaður af notkun jarðvarma í stað gasolíu til húshitunar nam 67 milljörðum króna árið 2009. Uppsafnaður núvirtur sparnaður nam 1.330 milljörðum króna yfir tímabilið 1970-2009. Mestur var hann 77 milljarðar króna árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Orkustofnunar um efnahagslegan samanburð húshitunar með jarðhita og olíu árin 1970-2009. Sjá skýrsluna á vef Orkustofnunar.