31. maí 2023 Hugum að hitaveitunni til framtíðar Podcast: Play in new window | Download (Duration: 27:42 — 34.1MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur, er ein skýrsluhöfunda um stöðu hitaveitna á Íslandi sem unnin var af ÍSOR fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Hún lendir sífellt oftar í því að fólk vill spjalla við hana um hitaveitur á hliðarlínunni á fótboltamótunum í kjölfar skerðinga á heitu vatni í vetur. Mögulega hafi fólk verið vakið til umhugsunar um að jarðhitaauðlindin er ekki sjálfgefin. Auður Agla er talskona hitaveitunnar fram í fingurgóma og ræðir hér niðurstöður skýrslunnar og alls konar annað er viðkemur jarðhitaauðlindinni.