Hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns

EIMUR, í samstarfi við Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum.

Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Engar skorður eru settar varðandi það hverskonar nýting er lögð til, því ætlunin er að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig nýta má lághitavatn.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar, þar af nema fyrstu verðlaun ekki lægri upphæð en 1.500.000 kr.

 

Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu EIMS.

Aðdragandi keppninnar er sá að í febrúar árið 2014 komu bormenn verktaka Vaðlaheiðarganga inn á vatnsæð í göngunum sem er um 46°C heit. Nú hefur komið í ljós að hitastig og vatnsmagn virðist nokkuð stöðugt og ljóst að þarna er um töluverða auðlind að ræða sem í dag rennur ónýtt út i sjó. Sambærilegar ónýttar lághitaauðlindir liggja víðsvegar um svæðið og verður þess vegna einnig opið á að skila inn hugmyndum um nýtingu þeirra.