HS Orka bakhjarl Kvenna í orkumálum

Frá undirritun samningsins í Eldvörpum
Frá undirritun samningsins í Eldvörpum

HS Orka verður bakhjarl samtakanna Konur í orkumálum, en skrifað var undir samninginn á dögunum. Samningurinn er til tveggja ára.

Haft er eftir Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku á heimasíðu fyrirtækisins, að það sé nauðsynlegt  að auka hlut kvenna í orkugeiranum og að HS Orka sé stolt af því að vera bakhjarl þessa mikilvæga félags. Jafnframt segist hann bjartsýnn á að fleiri konur sæki í orkuiðnaðinn á komandi árum.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu HS Orku.