29. desember 2017 Hlöðum fjölgar hratt – tvær opnaðar á Austurlandi Nýja hlaðan í Freysnesi Orka náttúrunnar hefur tekið tvær hlöður fyrir rafbílaeigendur í notkun, á Egilsstöðum og í Freysnesi í Öræfum. Hlaðan á Egilsstöðum er við þjónustustöð N1, sem er miðsvæðis í bænum og liggur vel við samgöngum í landshlutanum. Báðar hlöðurnar eru búnar hraðhleðslum sem geta þjónað flestum gerðum rafbíla auk hefðbundinna hleðsla. Að auki segir Bjarni Már Júlísson, framkvæmdastjóri ON, segir undirbúning vegna nýrrar hlöðu ON á Stöðvarfirði langt kominn og á næsta ári verði hringveginum lokað með hlöðum á leiðinni milli Austurlands og Norðurlands og við Hornafjörð. Nú í desember hafa fjórar hlöður bæst við þetta net innviða sem ON hefur byggt upp til að þjóna rafbílaeigendum. Markmið orkufyrirtækisins er að ýta undir og flýta orkuskiptum í samgöngum sem eru í senn umhverfisvænar og hagkvæmar. Auk þeirra tveggja sem opnaðar voru í gær, voru hlöður á Djúpavogi og við Jökulsárlón teknar í notkun fyrr í mánuðinum. Samstarfsaðilar ON í uppbyggingu þessa mikilvægu innviða eru N1 og Skeljungur, auk þess sem ON hefur notið fjárstyrks úr Orkusjóði.